Í sumar er þér boðið að „uppgötva“ opin rými á Skagaströnd.

Print

„The Summer We Go Public“ dagskráin verður formlega opnuð miðvikudaginn 5. júní 2013, kl. 18.00, við stóra reykháfinn á hafnarsvæðinu.

Fylgist með okkur á Facebook (www.facebook.com/nesres) og

blog-síðu: https://summeratnes.wordpress.com/

Í boði er:

1. hljóðgjörningur eftir Nes listamennina, Jen Reimer og Max Stein. Gjörningurinn fer fram inni í reykháfnum. Opið alla daga.

2. Nes listamaðurinn, Guido Van Helten, mun ljúka við veggmyndir sínar sem sýna andlit sjómanna. Önnur veggmyndin er á Ketilhúsinu við hliðina á reykháfnum en hin myndin er á bakhlið gamla salthússins uppi á Höfða. Opið daga og nætur.

3. afhjúpun listaverks eftir Nes listakonuna, Marlaina Read, með aðstoð frá Yogan Muller. Verkið er efst á Höfðanum og snýr að sjónum. Tilvalið fyrir fólk að leggjast þar niður og leita að innri friði. Opið daga og nætur.

 

Advertisements